Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum

Dagana 15.-17. september fer fram Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum. Mótið fer fram í Lillestrøm í Noregi. Ármenningar eiga þrjá öfluga fulltrúa í unglingalandsliðinu sem fara á þetta mót. Það eru þeir Logi Snær Gunnarsson fæddur 2005, Þórður Skjaldberg fæddur 2006 og Gunnar Pálmi Snorrason fæddur 2005. Þeir keppa allir í ungmennaflokki eða subjunior. Þeir hafa lagt mikla vinnu í undirbúninginn og stefna á góðar bætingar í september. Við í lyftingadeild Ármanns erum afar stolt af því að eiga þessa flottu landsliðsmenn. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu og í lokaundirbúningnum fyrir mótið.