Létu veðrið ekki stoppa sig á MÍ 11-14 ára
Tíu öflugir Ármenningar tóku þátt í MÍ 11-14 ára utanhúss sem haldið var á Selfossi um helgina. Þau létu veðrið ekki stoppa sig þrátt fyrir mikla rigningu á sunnudeginum og gáfu sig öll í keppnina.
Nokkrir úr hópnum kepptu til verðlauna: Styrmir Tryggvason keppti í flokki 14 ára pilta og náði 3. sæti í 800m hlaupi (2:33,65 pb) eins og sjá má á myndinni. Hildur María Magnúsdóttir í 11 ára flokki stúlkna vann gull í langstökki (4,05 pb) og 400m hlaupi (73,51 pb) og silfur í 60m hlaupi (9,40). Hún náði samtals 2. sæti í fjölþraut í hennar flokki. Árni Steinar Árnason keppti í flokki 11 ára pilta og náði 2. sæti í spjótkasti (22,28m pb), Arnar Logi Henningsson í 14 ára flokki pilta náði 2. sæti í langstökki (5,24 pb) og Karl Sören Theodórsson 14 ára lenti í 3.-4. sæti í hástökki (1,51 pb).
Emma Lovísa Arnarsson í 13 ára flokki stúlkna bætti sitt persónulega met í nokkrum greinum og þær Árún Emma Jóns Helgudóttir, Edith Anna Theodórsdóttir, Laufey Lilja Leifsdóttir og Urður Úranía Óskarsdóttir gerðu það sömuleiðis og mynduðu einnig öfluga boðhlaupssveit í lok mótsins. Þær hlupu 4x100m á 66,55 sek.