Ármenningur keppir í frjálsum á Special OL

Ármenningur keppir í frjálsum á Special OL

Ármenningurinn Hjálmar Þórhallsson er nú staddur í Berlín á heimsleikum Special Olympics, sem er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi, þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hjálmar tekur þátt á móti erlendis. Hann keppir í 100m hlaupi og langstökki.
Á myndinni má sjá Hjálmar ásamt öðrum keppendum og þjálfurum í íslenska frjálsíþróttahópnum á opnunarhátíðinni (myndataka: @hardarson_thjalfun).