Flott frammistaða á grunnskólamóti í Helsinki
Fjórir Ármenningar voru valdir í frjálsíþróttaliðið fyrir Grunnskólamót Höfuðborga Norðurlandanna sem fram fór í Helsinki í Finnlandi í síðustu viku. Þeir Arnar Logi Henningsson, Karl Sören Theodórsson, Óskar Jóhannsson og Sigurður Kristjánsson stóðu sig frábærlega ásamt öðrum í liði Reykvíkinga en bæði pilta- og stúlknaliðið náði 2. sæti á mótinu.
Arnor Logi endaði í 3. sæti í langstökki þar sem hann stökk 5,33m. Hann var þar að auki í topp 10 í bæði kúluvarpi og 800m hlaupi en þess má geta að samtals kepptu 40 keppendur í flokki pilta á mótinu. Karl Sören var í topp 10 í hástökki þar sem hann bætti sig með stökk upp á 1,49m.
Þjálfarar frjálsíþróttaliðsins voru líka úr röðum Ármenninga en það voru þau Hörður Grétar Gunnarsson og Margrét Hlín Harðardóttir.