Íslandsmót ÍF utanhúss færðist að mestu inn vegna veðurs

Íslandsmót ÍF utanhúss færðist að mestu inn vegna veðurs

Íslandsmót ÍF utanhúss fór fram í Hafnarfirði um síðastliðnu helgi, 20.-21. maí. Flestar greinar færðust inn vegna veðurs en 100m hlaupið og löngu köstin fóru fram utanhúss í roki og rigningu og létu keppendur það ekki hindra sig í að ná góðum árangri.

Lið Ármanns hlaut 11 meistaratitla og samtals 17 verðlaunapeninga á mótinu og margir úr liðinu náðu að bæta sínum persónulega árangri. Má þar nefna Emil Steinar Björnsson sem bætti sig og setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi. Hann náði einnig 1. sæti í sleggjukasti. Hjálmar Þórhallsson bætti sig í 200m hlaupi og Victor Birgisson og Michel Thor Masselter bættu sig báðir í 1500m hlaupi í sínum flokkum, Victor sömuleiðis í 3000m hlaupi og Michel í 800m hlaupi.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir náðu báðar 1. sæti í kúluvarpi í sínum flokkum og Guðrún Hulda og Sigríður Sigurjónsdætur náðu 1. og 2. sæti í sleggjukasti.

Sjá má fleiri myndir og upplýsingar um árangur á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.