Frábær árangur á ÍM í réttstöðulyftu þrátt fyrir aðstöðuleysi
Íslandsmeistaramót í klassískri réttstöðulyftu og réttstöðulyftu með búnaði 2023
Laugardaginn 20. maí var haldið Íslandsmeistaramót réttstöðulyftu með og án búnaðar. Við í lyftingadeild Ármanns áttum 6 keppendur á þessu móti og þar af voru 4 keppendur sem eru í drengjaflokki eða sub junior, 2 í unglingaflokki eða junior og einn í fullorðinsflokki. Þó ekki hafi verið keppt í aldursflokkum á þessu móti er ljóst að aukinn áhugi er meðal unglinga að æfa og keppa í kraftlyftingum.
Mikilvægt er að bæta aðstöðu Lyftingadeildarinnar til að vera samkeppnishæf við önnur lyftingafélög sem búa við mun betri aðstæður en við Ármenningar til að koma í veg fyrir að afreksfólk og efnilegir ungir iðkendur fari ekki í önnur félög.
Keppendur stóðu sig mjög vel og voru félaginu til sóma. Allir keppendur Ármanns kepptu í klassískri réttstöðulyftu eða án búnaðar.
Logi Snær Gunnarsson setti nýtt Íslandsmet í -93 kg flokki drengja (subjr) þegar hann lyfti 232,5 kg. Til hamingju með það Logi Snær.
Heildarúrslit Lyftingadeildar Ármanns
Snorri Steinn Ingólfsson keppti á sínu fyrsta móti. Hann varð í 3. sæti í -83 kg flokki með 180 kg.
Andrés Þór Jóhannsson varð í 4.sæti í -83 kg flokki með 170 kg.
Logi Snær Gunnarsson varð í 1. sæti í -93 kg flokki með 232,5 kg
Þórður Skjaldberg varð í 3.sæti í -105 kg flokki með 190 kg.
Gunnar Pálmi Snorrason varð í 5. sæti í -120 kg flokki með 215 kg.
Gissur Hrafn Gíslason varð í 2.sæti í +120 kg flokki með 215 kg.
Við í Lyftingadeild Ármanns erum afar stolt af okkar keppendum.
Til hamingju með flottan árangur allir.
Áfram lyftingar og
Áfram Ármann