Efnileg lið Ármanns á Bikarkeppni FRÍ

Efnileg lið Ármanns á Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ innanhúss og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fóru fram í Kaplakrika síðastliðnu helgi. Ármann sendi efnileg lið í bæði karla- og kvenna-flokki og pilta- og stúlkna-flokki. 

Í kvennaflokki náði María Helga Högnadóttir 3. sæti í kúluvarpi og hún náði einnig að bæta sig í 400m hlaupi. Í karla-flokki náði sveit Ármanns 2. sæti í 4x200m boðhlaupi og þeir Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson og Hermann Þór Ragnarsson náðu 3. sæti í annars vegar 60m hlaupi og hins vegar 400m hlaupi. 

Í flokki stúlkna 15 ára og yngri náði sveit Ármanns 5. sæti í 4x200m boðhlaupi. Þær Þorbjörg Guðný Ásbjarnardóttir, Margrét Lóa Hilmarsdóttir og Kolka Fenger Alexander náðu allar 5. sæti og bættu sig í sínum greinum: 60m grind, 1500m hlaupi og 300m hlaupi. Í flokki pilta 15 ára og yngri náði sveit Ármanns (á myndinni) 2. sæti í 4x200m boðhlaupi. Arnar Steinn Þórarinsson náði 3. sæti í bæði 60m hlaupi og hástökki og bætti sig í báðum greinum. Arnar Logi Henningsson náði 3. sæti í langstökki og bætti sig einnig.

Sjá má fleiri myndir á Flickr-síðu FRÍ.