Lið Ármanns stigahæst á Íslandsmóti ÍF

Lið Ármanns stigahæst á Íslandsmóti ÍF

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöll helgina 11.-12. mars sl. Þar stóð lið Ármanns uppi sem stigahæst og mörg persónuleg met voru slegin. 

Sem dæmi má nefna að Victor Birgisson bætti sig í bæði 800m hlaupi (3:13,90) og 1500m hlaupi (6:28,52) og Michel Thor Masselter sömuleiðis í 800m hlaupi (3:10,26) og 1500m hlaupi (6:15,21). Anna Karen Jafetsdóttir átti frábæran dag og bætti sig í 60m hlaupi (10,78), 200m hlaupi (37,88), 400m hlaupi (88,80) og líka í langstökki (2,83).

Kúluvarparar liðsins gerðu líka góða hluti á mótinu: (Guðrún) Hulda Sigurjónsdóttir náði fyrsta sæti í sínum flokki og sínu besta kasti á þessu tímabili með 9,94m. Ingeborg Eide Garðarsdóttir bætti sínu persónulega meti enn einu sinni með kast upp á 9,40m. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson setti nýtt persónulegt met með 6,86m. Emil Steinar Björnsson náði 2. sæti í sínum flokki og bætti sig með kast upp á 8,85m.

Sjá fleiri myndir frá mótinu eftir Paul Masselter á Facebook.