Ármann Reykjavíkurmeistarar í sundi 2023!

Ármann Reykjavíkurmeistarar í sundi 2023!

Reykjavíkurmeistaramót í sundi 2023 fór fram í laugardalslaug helgina 13.-14. janúar. Sunddeild Ármanns varð Reykjavíkurmeistari í annað sinn frá upphafi og sigraði með 968 stigum. Í öðru sæti var Ægir með 888 stig og í þriðja sæti var KR með 540 stig.
 
Sundfólkið okkar stóð sig frábærlega og var góð stemning í hópnum um helgina. Þau unnu 61 gull, 39 silfur og 37 bronsverðlaun. Á mótinu náðust einnig margar góðar bætingar og persónulega sigra.
 
Sigurður Haukur, Ylfa Lind og Ágústa Ellý voru stigahæstu sundmenn í sínum aldursflokkim en Ylfa Lind var einnig kosin sundkona Reykjavíkur.
 
Áfram Ármann!